Vísindagarðar Háskóla Íslands

Mikil uppbygging

Mjög mikil uppbygging er í gangi um þessar mundir þar sem um 53.000 fermetrar eru í byggingu á Vísindagarðasvæðinu, atvinnuhúsnæði og stúdentaíbúðir. Auk þess eru samningar um 8000 fermetra viðbyggingu á Sæmundargötu 19 í ferli, en þar er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist árið 2019.


framkvaemdir_visindagardar.jpg
 
 
 
sturlugata8.jpg

sturlugata 8

Árið 2014 nýtti Háskóli Íslands sér forkaupsrétt og við það eignuðust Vísindagarðar húsnæðið við Sturlugötu 8, þar sem Íslensk erfðagreining er til húsa. Samstarfið milli vísindasamfélagsins í háskólanum og Erfðagreiningar hefur aukist talsvert, helst varðandi nýtingu á hvers kyns aðstöðu og tækjum til rannsókna sem Íslensk erfðagreining hefur yfir að ráða. Íslensk erfðagreining á jafnframt í miklu samstarfi við vísindamenn innan háskólans varðandi stórar rannsóknir á vegum fyrirtækisins.


bjargargata 1

Í júní árið 2015 voru undirritaðir samningar við fjárfestingafélagið Grósku um lóðina við Bjargargötu 1. Í febrúar 2017 hófust byggingarframkvæmdir, en jarðvinna tafðist nokkuð vegna nálægðar við hús Íslenskrar erfðagreiningar og gæta þurfti sérstaklega að öllum titringsvörnum við niðurrekstur þils á lóðunum. Gert er ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun í lok ársins 2019, en stærð þess verður 17.500 fermetrar auk bílakjallara eða samtals um 34.000 fermetrar. Höfuðstöðvar CCP verða í húsinu en jafnframt er gert ráð fyrir frumkvöðlasetri og fjölmörgum öðrum fyrirtækjum.

bjargargata.jpg

avotech_LR.jpg

sæmundargata 15-19

Hátæknisetur systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech var tekið í notkun í júní 2016 og stendur við Sæmundargötu 15-19. Innan setursins er unnið að þróun og framleiðslu líftæknilyfja sem væntanleg eru á markað á næstu árum. Þau lyf sem nú eru í þróun eru háþróuð stungulyf sem meðal annars eru notuð við meðferð krabbameins- og gigtarsjúkdóma. Um þessar mundir er unnið að deiliskipulagsbreytingum vegna væntanlegrar viðbyggingar sem fyrirhuguð er á næstu misserum, eða um 8000 fermetrar að stærð. Verði af þessum áformum munu Vísindagarðar ráða yfir um 5000 fermetrum af húsinu.


sæmundargata 21

Samkomulag Vísindagarða, Félagsstofnunar stúdenta og Reykjavíkurborgar var undirritað 2. mars 2016, þess efnis að Félagsstofnun stúdenta byggði rúmlega 240 íbúðaeiningar fyrir stúdenta við Sæmundargötu 21. Þá munu Vísindagarðar eiga atvinnuhúsnæði og bílakjallara í húsinu. Framkvæmdir við bygginguna hófust í apríl 2017 og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í árslok 2019.

saemundargata.jpg

lodir_a_lausu.jpg

lÓÐIR Á LAUSU

Nokkrar lóðir eru lausar og óráðstafaðar eða fyrir um 51 þúsund fermetra af byggingum. Lóðirnar við Randbyggðina og Bjargargötu bætast við þær lóðir sem Vísindagarðar eiga þegar, en tvær eru enn lausar, þ.e. við Ingunnargötu og ein lóð við Bjargargötu, auk miðsvæðis sem ætlað er undir starfsemi Háskólans og ýmsa þjónustu við Vísindagarðasamfélagið. Þá er gert ráð fyrir að Vísindagarðar geti einnig þróast frekar á svokölluðu Fluggarðasvæði, en Reykjavíkurborg gaf Háskólanum slík fyrirheit á 100 ára afmæli skólans.

Yfirlit yfir lóðir á lausu:

Randbyggð, 19.000 fermetrar í þremur húsum.

Lóð við Bjargargötu (Hverfabækistöð), 14.400 fermetrar. Verður væntanlega laus til ráðstöfunar 2019 og auglýst á haustmánuðum.

Miðsvæði við Jónasar Hallgrímssonar torg, ætlað undir starfsemi háskóla og margvíslega þjónustu við samfélagið á Vísindagörðum, gesti og gangandi, 19.200 fermetrar. Er í þróun.

Lóð við Bjargargötu 3, 16.500 fermetrar. Laus til úthlutunar.

Lóð við Ingunnargötu 1, 16.700 fermetrar. Laus til úthlutunar.

Ingunnargata 3, 18.000 fermetrar. Laus til úthlutunar.

Mjög mikil uppbygging er í gangi um þessar mundir þar sem um 53.000 fermetrar eru í byggingu á Vísindagarðasvæðinu, atvinnuhúsnæði og stúdentaíbúðir. Auk þess eru samningar um 8000 fermetra viðbyggingu á Sæmundargötu 19 í ferli, en þar er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist árið 2019.