Uppbygging á lóð við Landspítalann

Uppbygging á landi Vísindagarða Háskóla Íslands er í fullum gangi í Vatnsmýrinni, en markmið garðanna er að efla vísindarannsóknir og nýsköpun í samstarfi við atvinnulífið. Nú færa Vísindagarðar út kvíarnar og halda útboð um svokallaða Randbyggð við Landspítalann, en gert er ráð fyrir byggingum samtals að stærð um15.000 m2 á svæðinu auk bílakjallara.

Í stuttu máli:

·      Vísindagarðar Háskóla Íslands kynna Randbyggð, nýjar lóðir við Hringbraut

·      Áhugaverð uppbygging í samstarfi við Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Landspítalann

·      Randbyggðin er á einum eftirsóttasta stað á höfuðborgarsvæðinu

·      Gert er ráð fyrir um 15.000 m2 byggingum á svæðinu

·      Tilgangurinn er m.a. að efla vísindarannsóknir og nýsköpun

 

Hvað er Randbyggð?

Hugmyndin er að innan Randbyggðar verði blanda af  annars vegar rannsóknar-  eða nýsköpunarstarfsemi og hins vegar fyrirtækjum með starfsemi sem fellur vel að spítalanum með einhverjum hætti. Einnig getur Randbyggðin mögulega tengt saman opinbera heilbrigðisþjónustu og einkarekna.

 

Tækifæri fyrir réttu fjárfestana

Það er mikilvægt að þeir sem taka þátt í útboðinu átti sig á hlutverki og tilgangi Vísindagarða Háskóla Íslands og einnig þeirri hugmynd að Randbyggðin falli sem best að starfsemi spítalans og að nauðsynlegt samráð og samþætting eigi sér stað innan svæðisins.

Með því að byggja á Randbyggðareitnum eru fólgin tækifæri fyrir fjárfesta sem ætla sér að eiga og reka húsin til framtíðar, koma með góðar hugmyndir en ekki er gert ráð fyrir að það skapist eftirmarkaður með lóðirnar.

 

Það er mikilvægt að þeir sem taka þátt í útboði vegna lóðanna innan Randbyggðar átti sig á hlutverki og tilgangi Vísindagarða Háskóla Íslands og þeirri hugmynd að Randbyggðin falli sem best að starfsemi spítalans og að nauðsynlegt samráð og samþætting eigi sér stað innan svæðisins. Uppbygging á Randbyggðarreitnum felur í sér tækifæri fyrir fjárfesta sem ætla sér að eiga og reka byggingarnar sem reistar verða á svæðinu til framtíðar og hafa jafnframt góðar hugmyndir um nýtingu þeirra. Ekki er gert ráð fyrir að það skapist eftirmarkaður með lóðirnar.

 

Matsnefnd tekur til starfa

Sérstök matsnefnd vegna útboðs lóðanna verður sett á laggirnar en í henni sitja fulltrúar Landspítalans, Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar, sem jafnframt er fulltrúi Vísindagarða í matsnefndinni. Með því er tryggt það nauðsynlega samráð sem að þarf að hafa í útboðsferlinu við ofangreinda aðila.

Um Vísindagarða

Fyrirmyndin að Vísindagörðum Háskóla Íslands er sótt til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem uppbygging vísindagarða hefur verið hröð. Rannsóknir sýna að samstarf atvinnulífs og háskóla á sviði tækni og vísinda með nýsköpun að markmiði skilar góðum árangri ef slík miðstöð nýsköpunar er fundin staður nálægt öflugum háskóla.

 

Nánari upplýsingar veita:

Elísabet Sveinsdóttir, kynningarstjóri Vísindagarða HÍ, 840714

Hrólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ, 6648989

Útboðslýsing