Fólkið í brúnni

 
stjorn.jpg
 
 

Hrólfur Jónsson tók við starfi framkvæmdastjóra Vísindagarða Háskóla Íslands 1. maí 2018. Hrólfur var áður skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg og sat fyrir hönd borgarinnar í stjórn Vísindagarða. Jafnframt því að sinna hlutverki framkvæmdastjóra mun hann áfram sitja í stjórninni fyrir hönd borgarinnar, en frá því að Reykjavíkurborg eignaðist hlut í félaginu árið 2012, hefur Hrólfur verið fulltrúi hennar í og starfað með Eiríki Hilmarssyni að ýmsum málefnum félagsins.

Þá hafa Vísindagarðar fengið til liðs við sig Elísabetu Sveinsdóttur, en eins og fram kemur í ávarpi formanns stjórnar verður aukin áhersla á kynningarmál næstu misserin. Elísabet hefur langa og víðtæka reynslu í markaðs- og kynningarmálum, m.a. fyrir Háskóla Íslands. Mikilvægt er að tengja saman kynningarmál Háskólans og Vísindagarða auk þeirra fyrirtækja sem þegar hafa komið sér fyrir á Vísindagarðasvæðinu. Meðal fyrstu verkefna hennar verður að mynda samráðshóp um kynningarmál svæðisins þar sem í eiga sæti fulltrúar Íslenskrar erfðagreiningar, Grósku, Alvogen/Alvotech, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands.