Dr. Christyl Johnson ein aðalfyrirlesara á vísindaráðstefnunni Nýsköpun 360°

Dr. Christyl Johnson er ein aðalfyrirlesara á vísindaráðstefnunni Nýsköpun 360° sem fram fer í Grósku dagana 3.-5. maí 2023. Í erindi sínu mun Dr. Christyl fjalla um hvernig nýta má tæknina til að gera mannfólki kleift að hafa viðveru á Mars og sinna langtímarannsóknum. Hún verður í beinni frá NASA.

Dr. Christyl er reynslumikill tæknistjóri með yfirgripsmikla þekkingu af flug- og geimferðaiðnaðinum. Hún er með doktorspróf í kerfisverkfræði frá The George Washington University.

Taktu þátt í byltingarkenndri grænni nýsköpun.

Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér: https://www.innovation360.is/

Forrige
Forrige

Ísland mikilvægur vettvangur fyrir geimrannsóknir

Næste
Næste

Lena Miranda með erindi á vísindaráðstefnunni Nýsköpun 360°