Ísland mikilvægur vettvangur fyrir geimrannsóknir

Enginn farið til tunglsins nema með viðkomu á Íslandi fyrst!

„Ísland er mikilvægur vettvangur fyrir geimrannsóknir og undirbúning fyrir geimleiðangra,“ þetta kom fram í máli Dr. Christyl Johnson yfirmanns nýsköpunar, þróunar og fjárfestingarverkefna hjá NASA á ráðstefnu Vísindagarða sem haldin var í Grósku. Ráðstefnan bar yfirskriftina, Nýsköpun 360° og var haldin í samstarfi við alþjóðleg samtök vísindagarða IASP (International Association of Science Parks). Dr. Johnson greindi frá fyrirhuguðum Artemis geimleiðangri til tunglsins og Mars þar sem stefnt er að langtímaviðveru manna á Mars.

Erlendir og innlendir fræðimenn reyndu að varpa ljósi á hvernig byltingarkennd nýsköpun á sviði orkumála, sjálfbærni og geimvísinda getur nýst mannkyninu í baráttunni við loftslagsvána. Í forgrunni voru rannsóknar- og nýsköpunarverkefni sem eru byggð á einstakri jarðfræði Íslands. Meðal fyrirlesara voru Dr. John Ludden President of the International Union of Geological Sciences (IUGS), yfirmaður rannsókna hjá Georg jarðvarmaklasa og stjórnarformaður Krafla Magma Testbed (KMT) á Íslandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, Ebba Lund, CEO of IASP, Andri Snær Magnason, rithöfundur, Dr. Christopher Hamilton Associate Professor, Lunar and Planetory Laboratory hjá Arizona State University, Kjartan Ólafsson hjá Transition Labs, Helga Kristín Torfadóttir doktorsnemi við eldfjalla- og bergfræði hjá Háskóla Íslands, og Dr. Kári Helgason yfirmaður þróunar og nýsköpunar hjá Carbfix. Fundarstjóri var Jörundur Ragnarsson leikari.

Jarðfræðileg sérstaða Íslands

Dr. Christopher Hamilton fjallaði um einstaka jarðfræði Íslands í sínu erindi og þær geimrannsóknir sem hann hefur unnið við á Íslandi. „Það hefur enginn farið til tunglsins nema með viðkomu á Íslandi fyrst. Líkindi tunglsins og Íslands eru mikil en líkindi Íslands og Mars eru sláandi mikil. Ísland er því lykilvettvangur fyrir rannsóknir geimferða NASA til tunglsins og Mars. Hann sagði einnig að Vísindagarðar Háskóla Íslands væru í einstakri stöðu að styðja við geimrannsóknir og leiða saman NASA og ESA í samstarfi við íslenska vísindamenn og frumkvöðla í að þróa frekar geimvísindi og geimtækni hér á landi.

Krafla er eini staðurinn í heiminum þar sem hægt er að bora niður í kvikuna

„Með því að bora niður í kviku eldfjallsins Kröflu getum við á byltingarkenndan hátt náð í óþrjótandi orku og spáð um jarðhreyfingar og eldgos. Þetta er eini staðurinn í heiminum þar sem þetta er mögulegt, kvikan er það nálægt yfirborðinu“ sagðir Dr John Ludden, jarðfræðingur og stjórnarformaður Krafla Magma Test bed.

Ebba Lund stjórnarformaður IASP sagði sérstöðu Íslands skapa mikil tækifæri í nýsköpun sem gæti flýtt fyrir þróun lausna í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Þekkingarmiðlun og samvinna meðal jafningja frá vísindagörðum og nýsköpunarsvæðum er forgangsverkefni IASP og viðburðurinn hér í Reykjavík hefur sannarlega stuðlað að því markmiði.“

Mannkynið þarf að tengjast hringrás náttúrunnar á ný!

Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekiprófessor sagði í sínu erindi að mannkynið væri búið að aftengjast sjálfinu: „Mannkynið er hluti af hringrás náttúrunnar en við erum ekki að lifa samkvæmt því. Við þurfum að tengjast á ný til að breyta kerfi sem er knúið áfram af endalausri neyslu.“

„Vísindagarðar geta gengt lykilhlutverki í því að efla samstarf og nýsköpun á milli ólíkra fræðigreina, stutt við öflugt vísindastarf og hátækniiðnað. Á þessari ráðstefnu fengum við innsýn í margvísleg tækifæri á sviði nýsköpunar og náðum að efla okkar alþjóðlega samstarf við aðra Vísindagarða,“ sagði Hrólfur Jónsson forstjóri Vísindagarða.

Forrige
Forrige

Verkefnistjóri við skráningarkerfi rannsóknarinnviða

Næste
Næste

Dr. Christyl Johnson ein aðalfyrirlesara á vísindaráðstefnunni Nýsköpun 360°