Dr. Kári Helgason með erindi á vísindaráðstefnunni Nýsköpun 360°

Dr. Kári Helgason, verður einn fyrirlesara á vísindaráðstefnunni Nýsköpun 360° sem fram fer í Grósku dagana 3.-5. maí 2023. Í erindi sínu mun Dr. Kári fjalla um alþjóðlega lausn sem breytir koldíoxíð í stein.

Dr. Kári er yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að binda koldíoxíð. Hann vinnur að því að þróa tæknilausn Carbfix enn frekar auk annarra mögulegra uppskölunarverkefna

Kári er með doktorsgráðu í stjarneðlisfræði og starfaði við rannsóknir hjá NASA Goddard Space Flight Center og Max Planck Institute for Astrophysics áður en hann gekk til liðs við Carbfix.

Taktu þátt í byltingarkenndri grænni nýsköpun.

Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér: https://www.innovation360.is/

Forrige
Forrige

Helga Kristín Torfadóttir meðal fyrirlesara á Nýsköpun 360°

Næste
Næste

Dr. John Ludden einn aðalfyrirlesara á vísindaráðstefnunni Nýsköpun 360°