Framtíð nýsköpunar: Ávinningur af samstarfi vísinda og iðnaðar í heilbrigðisvísindum

Alvotech og Háskóli Íslands halda nú annan fundinn í fyrirlestraröðinni Framtíð nýsköpunar miðvikudaginn 10. nóvember kl. 14-16 í Hátíðasal Aðalbyggingar HÍ. Viðburðurinn er öllum opinn en gestir eru beðnir um að skrá þátttöku hér.

Fundurinn ber yfirskriftina „Ávinningur af samstarfi vísinda og iðnaðar í heilbrigðisvísindum“. Að þessu sinni verður sjónum beint að fyrirtækjum tengdum líftækni og lyfjaiðnaði sem sprottið hafa upp úr rannsóknum og hugmyndum innan Háskóla Íslands og hvernig samþætta má vísindastarf og nýsköpun innan háskóla í samstarfi við atvinnulíf. Einnig verður fjallað um nýsköpun og framlag til sjálfbærni innan fyrirtækja í líftæknilyfjaiðnaði. Dagskráin verður eftirfarandi:

Opnunarávörp

- Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Erindi

Þorsteinn Loftsson, prófessor emeritus við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og annar stofnandi Oculis – „Er hægt að vera bæði í vísindum og iðnaði? Reynslusaga úr Háskóla Íslands“

Aðalheiður Pálmadóttir, VP of Business Development hjá Controlant, og Erlingur Brynjúlfsson, CTO og einn stofnenda Controlant – „Frá HÍ út um allan heim”

Einar Mäntylä, framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs – „Hugvitið í askana – er leiðin greið?“

Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech – „Sjálfbær framtíð í líftækni á Íslandi“

Fundarstjóri er Sigurður Magnús Garðarsson, stjórnarformaður Vísindagarða Háskóla Íslands og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.

Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Alvotech, Háskóla Íslands og Vísindagarða Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar má finna hér. Viðburðurinnn fer fram á íslensku og verður einnig sendur út í streymi.

Forrige
Forrige

Vísindaþorp í Vatnsmýrinni verður til!

Næste
Næste

Framtíð nýsköpunar