Góður aðalfundur í Grósku

Aðalfundur Vísindagarða fór fram 5. apríl sl. í húsi Grósku á Vísindagarðasvæðinu. Ráherra háskóla, iðnaðar- og nýsköpunar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ávarpaði fundinn og talaði m.a. um þá miklu breytingu á nýsköpunarumhverfinu með tilkomu Vísindagarða. Þá fór stjórnarformaður Vísindagarða, Sigurður Magnús Garðarsson yfir starfsemi ársins 2021 sem einkenndist auðvitað af heimsfaraldrinum einna helst, en einnig af framkvæmdum á svæðinu, m.a. byggingu Alvotech hússins sem gert er ráð fyrir að verði tekið í notkun árið 2023.

Myndir / Kristinn Ingvarsson

Forrige
Forrige

170 nemendur kepptu um bestu viðskiptaáætlunina

Næste
Næste

Áhersla á samspil menntakerfis og atvinnulífs