Háskóli unga fólksins heimsækir Vísindagarða

Alþjóðamál, skurðlækningar, forritun, réttarvísindi, leikjafræði, menning Rómverja og leiðir til að lifa af úti í náttúrunni er meðal þess sem nemendur kynnast í Háskóla unga fólksins sem starfræktur er í Háskóla Íslands dagana 13.-16. júní.

Háskóli unga fólksins hefur fyrir löngu unnið sér sess sem árlegur sumarboði í starfi Háskóla Íslands en skólinn hefur verið starfræktur allt frá árinu 2004 í HÍ. Í skólanum kynnast fróðleiksfúsir og fjörugir krakka vísindum og undrum alheimsins út frá ýmsum spennandi og skemmtilegum sjónarhornum. Kennsla í Háskóla unga fólksins er í höndum kennara og nemenda við Háskóla Íslands.

Nýsköpun á Vísindagörðum

Nemendur geta valið á milli 16 stundatafla þar sem þau fá innsýn í fjölbreytt fræði og vísindi. Meðal þess sem er í boði er nýsköpun, japanska, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, tölvuleikjahönnun, íþrótta- og heilsufræði og margt fleira.

Átján krakkar völdu nýsköpun og heimsóttu Mýrina, nýsköpunarsetur Vísindagarða. Þar fengu þau kynningu á starfseminni í Grósku, fyrirlestur undir heitinu „Hvað er nýsköpun?“ auk þess sem Beggi Ólafs flutti erindið „Að vera óstöðvandi“. Að lokum var krökkunum skipt niður í hópa sem fengu það hlutverk að koma með eina nýsköpunarhugmynd og kynna þær fyrir hinum í hópnum.

Forrige
Forrige

Stefnumót við Isaac Cohen í Grósku

Næste
Næste

170 nemendur kepptu um bestu viðskiptaáætlunina