Stefnumót við Isaac Cohen í Grósku

Dr. Isaac Cohen verður staddur á Íslandi fimmtudaginn 15. september n.k. og af því tilefni ætla Vísindagarðar að bjóða til morgunfundar kl. 10:00 þar sem gestum gefst kostur á að spjalla við Isaac um það sem hann er að fást við þessa dagana. Dr. Isaac Cohen, stofnandi og forstjóri Laterion Inc. hefur yfir 20 ára reynslu á öllum stigum lyfjaþróunar og stjórnun líftæknifyrirtækja – allt frá stofnun til NASDAQ skráningar. Hann var áður stofnandi, stjórnarformaður og forstjóri Bionovo, Inc. eftir að hafa einnig verið gestavísindamaður við University of California (UCSF).

Þá verður einnig á svæðinu Dr. Friðrik Rúnar Garðarsson, stofnandi Epiendo Pharmaceuticals ehf. Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir áhugasama að koma saman og ná tali af þessum reynsluboltum.

Fundurinn fer fram í húsi Grósku n.t.t. Mýrinni á 1. hæðinni (fundarherbergi Fenjamýri) og hefst kl. 10:00.

Forrige
Forrige

Þórey Einars verður aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða

Næste
Næste

Háskóli unga fólksins heimsækir Vísindagarða