Aðalfundur Covidársins

Aðalfundur Vísindagarða fór fram 5. maí í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Gestir fundarins fengu m.a. innsýn í starf ársins 2020 sem einkenndist eðlilega af Covid, en þrátt fyrir það tókst að koma heilmiklu í verk. Formaður stjórnar, Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs las skýrslu stjórnar auk þess sem ný stjórn var kjörin fyrir tímabilið 2021-2022:

Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, formaður

Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði

Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg

Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri hjá Marel

Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeri ehf. og stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja

Til vara eru þau Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor og fráfarandi forseti Deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið og Stefán Þór Helgason, sérfræðingur í sprota- og frumkvöðlamálum hjá KPMG.

Forrige
Forrige

GEORG mætir á svæðið

Næste
Næste

Aðalfundur Vísindagarða 5. maí 2021 kl. 14