GEORG mætir á svæðið

GEORG, rannsóknarklasi í jarðvarma var stofnað árið 2009 með það að markmiði að koma á rannsóknum og þróun jarðhitaauðlinda á sjálfbæran hátt og stuðla að því að draga úr kolefnisbundnum orkugjöfum í heiminum. GEORG tengir saman akademíuna, iðnaðinn og stjórnkerfið og vill með því hraða upptöku jarðhita á alþjóðavísu og auka verðmætasköpun rannsókna í þágu alls samfélagsins.

Starfsmenn hafa nú komið sér vel fyrir á Vísindagörðum í Gróskuhúsinu, en þar starfa að jafnaði sjö manns. Hjalti Páll Ingólfsson er framkvæmdastjóri GEORG.

Alicja Wiktoria Stokłosa verkefnastjóri og Hjalti Páll Ingólfsson á nýju skrifstofunni á Vísindagörðum

Forrige
Forrige

Vísindagarðar taka þátt í vali á bestu viðskiptaáætluninni

Næste
Næste

Aðalfundur Covidársins