Viðburðaröðin Umferðin & okkar daglega líf heldur áfram

Vísindagarðar HÍ standa fyrir viðburðaröðinni Umferðin & okkar daglega líf en hún fjallar um samgöngumál og lausnir. Annar viðburðurinn fer fram í Grósku þriðjudaginn 23. apríl.

Fundurinn er að þessu sinni haldinn í samstarfi við Hönnunarmars og er áherslan því á hönnun og samgöngumál. Verður af nægu að taka, fjöldi erinda og pallborðsumræður.

Gísli Marteinn Baldursson stýrir viðburðaröðinni Umferðin & okkar daglega líf af miklum myndugleik. Hann er menntaður í borgarfræðum og samgönguskipulagi og hefur síðustu áratugi haft mikil áhrif á umræðuna um aðra valkosti en einkabílinn.

Efna til samtals um samgöngur

Vísindagarðar Háskóla Íslands vilja leggja sitt af mörkum í þeirri miklu umræðu sem nú á sér stað um þróun samgöngumála og hvernig aðrir kostir en einkabíllinn geti verið hagkvæmari. Markmiðið með viðburðaröðinni Umferðin & okkar daglega líf er að efna til samtals um samgöngur í okkar nærumhverfi, horfa til framtíðar og fjölbreyttra lausna.

Fundurinn 23. apríl er annar af þremur í viðburðaröðinni. Sá fyrsti fór fram 14. febrúar og var afar vel heppnaður. Fjölmenni var í húsinu, margir fluttu erindi og áhugaverð umræða skapaðist í salnum. Hægt er að kynna sér hann nánar hér fyrir neðan.

Sjá nánar: Vel sóttur viðburður Vísindagarða

Mynd af Háskólasvæðinu eins og það birtist í þróunaráætlun sem Orri Steinarsson arkitekt fjallar um í erindi sínu. Á henni má sjá hvernig stór hringgarður mun hlykkjast um svæðið og binda það saman frá Sögu að skeifunni, framhjá bæði Eddu og Veröld.

Dagskrá 23. apríl

8:45

Kaffi og léttur morgunverður hjá Vísindagörðum HÍ, fyrir framan stóra salinn í Grósku.

9:15

Gísli Marteinn fundarstjóri opnar fundinn í stóra salnum í Grósku.

9:25

Erindi frá hönnuðum og arkitektum:

Magnea Guðmundsdóttir arkitekt, Teiknistofan Stika

Hvernig tryggjum við pláss fyrir vistvænar samgöngur?

Kynning á nýju leiðbeiningariti um vistvænar samgöngur og sjálfbært skipulag í þéttbýli sem er ætlað til stuðnings þeim sem fást við skipulagsmál og borgarhönnun.

Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg

Hvernig gerum við borgina gönguvænni ?

Áhrif umhverfis á val á samgöngumátum.

Yngvi Karl Sigurjónsson arkitekt FAÍ og meðeigandi hjá Yrki arkitektum

Hvernig verður ásýnd gatna borgarinnar í kringum Borgarlínuna?

Innsýn í hönnunarferli Borgarlínunnar. Hvaða ferlar og teymi liggja að baki hönnunar hennar?

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt hjá s. ap arkitektar og Lendager

Veðurstofureiturinn og bílastæðahús

Hvernig getum við skipulagt hverfi og þéttbýli þannig að hægt sé að ferðast auðveldlega um þau en samhliða notið þeirra lífsgæða sem skipta svo miklu máli fyrir andlega heilsu okkar?

Orri Steinarsson arkitekt og eigandi JVST

Þróunaráætlun háskólasvæðis HÍ: Með mannlíf að leiðarljósi  

Kynning á Þróunaráætlun háskólasvæðis HÍ. Hvernig getum við hannað farsælt háskólaumhverfi?

10:40

Gísli Marteinn stýrir pallborðsumræðum. Umræður og spurningar úr sal.

11:00

Viðburði líkur.

Farþegi ferðast eftir Njarðargötu og horfir yfir Vatnsmýrina. Mynd úr skýrslu um Borgarlínu.

Skráning

Öll eru velkomin og eru áhugasöm vinsamlegast beðin um að skrá sig á heimasíðu Vísindagarða.

Einnig má kynna sér fundinn á viðburðasíðu á Facebook.


Boðið verður upp á veitingar; morgunverð, kaffi og aðra drykki.

Forrige
Forrige

Vísindagarðar HÍ og Græni iðngarðurinn bjóða frumkvöðlum aðstöðu til nýsköpunar

Næste
Næste

Aðalfundur Vísindagarða Háskóla Íslands þann 15.apríl