Verkefnistjóri við skráningarkerfi rannsóknarinnviða

Vísindagarðar Háskóla Íslands auglýsa starf verkefnisstjóra til að byggja upp skráningar- og aðgangsstýringakerfi fyrir rannsóknainnviði, tæki, búnað og aðstöðu á Íslandi. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 2ja ára til að byrja með.

Nýlega fékkst styrkur úr samráðssjóði háskólanna til að byggja upp sameiginlegt skráningar- og aðgangsstýrikerfi fyrir rannsóknarinnviði á Íslandi. Um er að ræða samstarf flestra háskóla og stofnana. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við atvinnulífið.

Nánari upplýsingar hér:

Forrige
Forrige

Arna ný í stjórn Vísindagarða

Næste
Næste

Ísland mikilvægur vettvangur fyrir geimrannsóknir