Þórey Einars verður aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða

Þórey Einarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur Þórey stýrt HönnunarMars, sem er stærsta hönnunarhátíð landsins og Hönnunarverðlaunum Íslands, en bæði þessi verkefni eru undir hatti Miðstöðvar hönnunar- og arkitektúrs.

Þórey hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri og framleiðandi og er með víðtæka alþjóðlega reynslu af rekstri, stjórnun viðburða, leikhúsi, sjónvarpi og hátíðarrekstri. Hún hefur auk þess unnið fyrir nokkur þekkt fjölmiðla- og afþreyingar fyrirtæki í Evrópu, Suður-Ameríku, Asíu, á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum.

Þórey útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019. Hún tekur til starfa hjá Vísindagörðum 15. október nk.

Forrige
Forrige

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnir sér starfssemi Vísindagarða HÍ í Grósku

Næste
Næste

Stefnumót við Isaac Cohen í Grósku