Nýsköpun & ný tengsl: kynningarfundir á landsbyggðinni
Vísindagarðar, KLAK - Icelandic Startups, Íslandsstofa og Tækniþróunarsjóður heimsækja landsbyggðina og halda opna kynningarfundi fyrir frumkvöðla, sprota og fyrirtæki sem eru að þróa lausnir framtíðarinnar og vilja vaxa og sækja á nýja markaði.
DAGSKRÁ:
Fjögur stutt og hnitmiðuð 15 mínútna erindi
– KLAK kynnir sín verkefni en félagið heldur úti metnaðarfullri dagskrá árið um kring fyrir einstaklinga með hugmyndir og fyrirtæki í vexti, þátttakendum að kostnaðarlausu.
– Tækniþróunarsjóður kynnir styrki fyrir nýsköpunarverkefni – frá hugmynd að markaði.
– Íslandsstofa segir frá aðgangi að alþjóðamörkuðum, erlendum fjármögnunartækifærum og hvernig byggja má upp öflugt tengslanet fyrir vöxt fyrirtækja.
– Vísindagarðar HÍ kynna stuðningsumhverfi sitt, nýsköpunarsamfélagið Mýrina og uppbyggingu nýs djúptækniseturs.
Að loknum erindum gefst góður tími fyrir spurningar, samtal og tengslamyndun.
Að loknum erindum gefst góður tími fyrir spurningar, samtal og tengslamyndun. Kjörið tækifæri til að ræða eigin verkefni, fá ráðgjöf og tengjast beint fulltrúum úr stuðningsumhverfinu.
Fyrir hverja?
Viðburðurinn er opinn öllum og ókeypis – sérstaklega ætlaður þeim sem:
- eru með nýsköpunar- eða viðskiptahugmynd
- eru að stíga sín fyrstu skref
- eða vilja þróa verkefni sitt áfram og sækja á nýja markaði
📲 Skráning í gegnum LUMA:
Selfoss https://luma.com/k9v9t3ao
Reykjanesbær https://luma.com/2izv5zav
Egilsstaðir https://luma.com/144x8ov6
Akureyri https://luma.com/7f1kk2jf
Húsavík https://luma.com/j7x40ocq
Sauðárkrókur https://luma.com/b20ldglz
Hvanneyri https://luma.com/dd62rh43
Ísafjörður https://luma.com/0j1xr41o
Viðburðurinn er partur af hringferðinni "Nýsköpun & Ný Tengsl" sem skapar vettvang fyrir samtal, miðlun upplýsinga og tengslamyndun milli frumkvöðla, fyrirtækja og lykilaðila í nýsköpunarumhverfinu.
Hlökkum til að sjá ykkur!