
Fréttasafn
Stefnumót við gervigreind — dagskrá og fyrirlesarar kynntir
Við þökkum kærlega fyrir frábærar viðtökur og mikinn áhuga á viðburði okkar Stefnumót við gervigreind sem fer fram 3. september næstkomandi. 🙌
Hér eru fyrirlesararnir og dagskráin í allri sinni dýrð. Enn er hægt að skrá sig hér: https://lu.ma/ysvfpjeo
Stefnumót við gervigreind — viðburður í mýrinni 3. september
Vísindagarðar efna til gervigreindardags í Mýrinni, Grósku 3. september þar sem NVIDIA mun í samstarfi við Advania leiða þig inn í heim gervigreindar með hagnýtri vinnusmiðju og lifandi sýnikennslu. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast nýjustu lausnum frá einu áhrifamesta tæknifyrirtæki heims.