Nýsköpunarhjartað slær í Mýrinni með Gervigreindarkeppni Íslands

Það verður mikið um að vera í Mýrinni samfélagi frumkvöðla á Vísindagörðum næstu daga, en Gervigreindarkeppni Íslands hefst þar formlega á föstudaginn 16.jan. Viðburðurinn stendur yfir í viku og lýkur með verðlaunaafhendingu í Mýrinni þann 23. janúar.

Gervigreindarkeppni Íslands er opin keppni fyrir alla áhugasama til að spreyta sig á raunverulegum verkefnum með nýjustu gervigreindartækni.

Það er vel við hæfi að þessi frábæri gervigreindarviðburður fari fram einmitt í Mýrinni þar sem Mýrin hýsir fjölbreytta flóru sprotafyrirtækja og tæknisérfræðinga sem starfa við frumkvöðlaverkefni á sviði gervigreindar. Keppendur munu fá aðstöðu í þessu hvetjandi umhverfi til að vinna að lausnum sínum og nýta tengslanetið sem Vísindagarðar bjóða upp á.

🔗 Skráning og nánari upplýsingar: gervigreindarkeppni.is

Vísindagarðar - spennandi sögur um framtíðina



Forrige
Forrige

Nýsköpun & ný tengsl: kynningarfundir á landsbyggðinni

Næste
Næste

Haustferð til Skandinavíu vegna djúptækniseturs