Aðgengi að ofurtölvu fyrir frumkvöðla í Mýrinni
Viðstödd afhendinguna voru þau Þórður Jensson forstöðumaður hjá Innviðalausnum Advania, Auður Inga Einarsdóttir framkvæmdastjóri Innviðalausna Advania, Gísli Karl Gíslason verkefnastjóri hjá Vísindagörðum, Þórður Ingi Guðmundsson forstöðumaður Gervigreindarseturs Advania, Sigurður Magnús Garðarsson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og Þórey Einarsdóttir framkvæmdastjóri Vísindagarða.
Aðstaða fyrir frumkvöðla í Mýrinni á Vísindagörðum efld með aðgengi að fyrstu NVIDIA Spark ofurtölvunni frá Advania
Mýrin er samfélag frumkvöðla á Vísindagörðum. Það var mikil gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrsta eintak NVIDIA DGX Spark ofurtölvu hér á landi.
Mikil eftirvænting hefur ríkt í tengslum við komu vélarinnar enda er Spark tölvan nýjasta og minnsta ofurtölva NVIDIA, sannkölluð bylting í gervigreindarvinnslu. Þessi nýja tækni er lykilatriði í framtíðarskrefum Vísindagarða og uppbyggingu öflugs samfélag rannsókna og nýsköpunar á svæðinu sem og fyrir íslenskt samfélag. Það verður spennandi að sjá hvernig Spark mun umbreyta þekkingu í verðmæti.
Afhending Advania á fyrstu Spark-ofurtölvunni til frumkvöðlasamfélagsins í Mýrinni er táknræn vísbending um þá þróun sem á sér stað á svæðinu segir Þórey Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Vísindagarða. „Það er viðeigandi að fyrsta ofurtölvan sé afhent frumkvöðlasamfélaginu í Mýrinni, þar sem fyrirtæki framtíðarinnar eru að taka sín fyrstu skref. Þetta verkefni endurspeglar þá orku, nýsköpun og framtíðarsýn sem einkenna einstaklingana og fyrirtækin sem starfa í nágrenni við Vísindagarða.“
Vísindagarðar mótuðu nýja stefnu fyrr á árinu undir leiðsögn Dr. Svöfu Grönfeldt, byggða á MIT-hugmyndafræði, þar sem eitt af meginmarkmiðunum er að bjóða upp á framúrskarandi aðstöðu fyrir rannsóknir og þróun. Aðgangur frumkvöðla Mýrarinnar að Spark-ofurtölvunni fellur vel að þeirri stefnu og styrkir stoðir nýsköpunarumhverfisins á svæðinu. Með þessu er stigið mikilvægt skref í átt að því að halda áfram að efla íslenskt vísinda- og nýsköpunarsamfélag.
Gísli Karl Gíslason verkefnastjóri hjá Vísindagörðum tók á móti vélinni og hafði þetta að segja. „Þetta er Spark inn í framtíðina!“ sagði Gísli þegar hann opnaði fyrstu vélina. “Hefðbundin gervigreindarþróun stendur frammi fyrir miklum kostnaði á skýjaþjónustum og áskorunum við meðhöndlun viðkvæmra gagna. NVIDIA DGX Spark tölvan er einföld og aðgengileg ofurtölva sem býr yfir gríðarlegum reiknikrafti. Hún leysir þessi vandamál og er eitt besta tól í verkfærakistu Vísindagarða til að styðja nýsköpun og rannsóknir á öllum stigum. Spark ofurtölvan er lykillinn í að raungera fyrsta AI Student Campus Íslands í Mýrinni með því að kynna nemendum forritun gervigreindarlausna fyrir ofurtölvur framtíðarinnar”.
Gísli Karl Gíslason verkefnastjóri hjá Vísindagörðum tók á móti vélinni.
Spark tölvan er nýjasta og minnsta ofurtölva NVIDIA, sannkölluð bylting í gervigreindarvinnslu.