VHI_forsida_Dronamynd.png

Á Vísindagörðum blómstrar samfélag þar sem háskólar, fyrirtæki og rannsóknarstofnanir vinna saman að skapandi lausnum á helstu áskorunum samtímans.

Djúptæknisetur

Vísindagarðar HÍ eru í stöðugri þróun og nú er hafin uppbygging á fyrsta djúptæknisetri Íslands á svæði Vísindagarða. Djúptækni (e. deep tech) hugtakið er að ryðja sér til rúms á Íslandi og vísar til tækni og vara sem byggja á sérhæfðri vísindalegri þekkingu.

Djúptæknisetrið verður sunnan við Grósku og er hannað til þess að vera heimili fyrir rannsakendur, frumkvöðla og fyrirtæki sem ætla að byggja framtíðarlausnir á svið lífvísinda, tækni og skapandi greina.

Nánar

Frá þekkingu til verðmæta

Á Vísindagörðum eru rannsóknarstofnanir, yfir 500 stúdentaíbúðir og fjöldi sprotafyrirtækja auk stærri aðila á sviði upplýsingatækni og líftækni. Til framtíðar er horft til þess að fá fyrirtæki í orku- og sjálfbærnigeirunum til að starfa á svæðinu. Öll vinnum við saman að því að umbreyta þekkingu og grunnrannsóknum í verðmæti fyrir land og þjóð.

Samfélagið í Mýrinni

Í Mýrinni, nýsköpunarsetri Vísindagarða, starfar fjöldi einyrkja, sprotafyrirtækja og klasa. Það má segja að þar spretti upp nýjar hugmyndir í hverri einustu viku. Hafðu samband ef þig vantar vinnuaðstöðu til að hrinda þinni hugmynd í framkvæmd.

Mannlíf og náttúra

Vísindagarðar eru steinsnar frá mannlífi miðborgarinnar og iða af öllu því lífi og menningu sem fylgir kröftugu háskólasamfélagi. Það er skammur gangur í náttúruparadísina í Öskjuhlíð og að sjávarsíðunni. Þá er friðlandið í Vatnsmýrinni sannkölluð vin í borginni, með óviðjafnanlegu fuglalífi og gróðri.

Svæði Vísindagarða er í þróun. Fjölmörg hús hafa risið, unnið er að hönnun Djúptæknikjarna og leit er hafin að kjölfestuleigjendum í Visku hugmyndahús. Nokkrar lóðir eru lausar til ráðstöfunar.

Nánar

„Háskólar leika lykilhlutverk í nýsköpun í samfélögum og það að Vísindagarðarnir séu að eflast innan háskólasvæðisins mun bara hjálpa Háskólanum að sinna því hlutverki enn betur.“

— Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands